BASALT
Basalt er gráleit steintegund sem spannar litabrigði frá ljósgráu og upp í svart. Það er ekki bara langalgengasta steintegund Íslands heldur er það einnig algengasta gosberg jarðarinnar og finnst víða í heiminum.
Basaltið býður upp á afar fjölbreytta notkunarmöguleika og má eiginlega segja að það henti í allt. Egyptar notuðu til dæmis steininn í höggmyndir en á Íslandi hefur efnið mest verið nýtt sem gólf- og veggefni.
Þar sem steininn er með gott veðrunarþol og hefur staðist ströngustu frostþolsprófanir Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hentar hann ekki síður utandyra en innan og er því tilvalinn á veröndina, á svalirnar og í útidyratröppur.