Þú kemur með hugmyndina Við finnum lausnina Saman veljum við steininn í verkið
Fáðu innblástur
Fígaró
verk
Galdurinn við fallega hönnun er að raða hlutunum rétt saman. Í gegnum árin höfum við hjá Fígaró verið svo lánsöm að fá tækifæri til að vinna með mörgum af fremstu arkitektum og hönnuðum landsins. Hér má sjá hluta þeirra glæsilegu verkefna sem við höfum komið að.
Heimilið er fallegra með íslensku handverki frá Fígaró
Fígaró náttúrusteinn er steinsmiðja sem stofnuð var árið 2006 og hefur verið í eigu sömu aðila frá upphafi. Við höfum ávallt lagt mikið upp úr persónulegri þjónustu þar sem gæði og faglegur frágangur eru lykilatriði. Vöruúrval okkar er geymt í sýningarsal sem gerir upplifunina við val á stein einstaka. Öll framleiðsla fer fram í steinsmiðju okkar þar sem handbragð og hátækni fara saman.