Leyfðar vörur fyrir vottuð hús

Umhverfisáhrif í byggingariðnaðinum eru óumflýjanleg að einhverju leyti og því fögnum við aukinni eftirstpurn eftir borðplötum og efnum sem standast umhverfisvottanir. Við erum stolt af þeim stóra áfanga að bjóða eingöngu upp á stein sem hægt er að nota í svansvottuð hús.

svansvottaðar byggingar

Borðplötur fyrir Svansvottuð hús

Svansvottuð hús eru byggingar sem uppfylla allar kröfur staðals skandinavíska umhverfismerkisins. Nokkur fjöldi bygginga hér á landi telst til svansvottaðra bygginga, en til að auðvelda byggingaraðilum að velja að byggja svansvottuð hús þarf úrval vara sem henta í slíkar byggingar að vera gott hér á landi. Í dag bjóðum við eingöngu upp á steintegundir sem henta í svansvottuð hús. Á það við um náttúrusteininn, kvartssteininn og Lapitec. Við erum afar stolt af þessum stóra áfanga.

Vörur sem uppfylla kröfur matskerfis

BREEAM er eitt elsta og þekktasta vistvottunarkerfi í heimi. Nú þegar höfum við varnir á lager sem uppfylla kröfur BREEAM og erum ávallt að bæta í úrvalið. Í þeim tilvikum sem viðskiptavinir okkar kjósa að nýta BREEAM matskerfið við framkvæmdir erum við ávallt reiðubúin að vera innan handar og veita upplýsingar vörurnar okkar.

Marmari