Fegurð náttúrusteins er tímalaus. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að hugsa vel um steininn, það tryggir eilífa fegurð hans. Flestallan náttúrustein er æskilegt að verja. Það fer einnig eftir steintegund hvaða vörn hentar í hverju tilfelli.
Við aðstoðum þig við að velja réttu steinvörnina. Það fer síðan eftir álagi og notkun hversu oft þarf að viðhalda vörninni.
Viðskiptavinir okkar hafa ávallt aðgang að sérstöku netsvæði hér á vefsíðunni þar sem nálgast má allar upplýsingar og leiðbeiningar um þarfir og viðhald náttúrusteins.
Mikilvægt er að nota gæðavörur við umhirðu og varnir á náttúrusteini. Vörurnar frá Akemi eru sérstaklega hannaðar með þarfir náttúrusteins í huga.
Við seljum bæði sápur sem ætlaðar eru til daglegrar umhirðu og efni sem henta í sérstökum tilfellum. Komi upp vandamál er nánast alltaf hægt að laga það með réttu efnunum. Skoðið „Steinalækninn“ til að finna viðeigandi vöru.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á viðhalds- og viðgerðarþjónustu ef eitthvað kemur upp á. Sendu okkur línu með heimilisfangi, símanúmeri, steintegund og mynd af steininum. Í framhaldinu bókum við tíma og lögum það sem misfórst. Oftast er hægt að laga steininn þannig að ekki sést að hann hafi orðið fyrir hnjaski.