Fígaró náttúrusteinn með borðplötu í eldhúsi

Fígaró - Fjölskyldufyrirtæki í 18 ár

Fígaró náttúrusteinn var stofnað árið 2006 af þriggja manna teymi með stóra drauma og skýr markmið. Allt frá upphafi hefur Fígaró náttúrusteinn lagt metnað sinn í að varðveita það handbragð og þau gæði sem fyrirtækið er þekkt fyrir. Með árunum stækkaði teymið, draumarnir, markmiðin og fyrirtækið sjálft. Gildin okkar eru þó alltaf þau sömu, : sífelld þekkingarleit, vandvirkt efnisval og sala á hágæða viðhaldsvörum sem tryggja endingu steinsins og góða upplifun viðskiptavina okkar.

Fígaró náttúrusteinn steinsmiður

Gæði og handverk

Fígaro náttúrusteinn

Til að tryggja að við fáum ávallt til okkar fallegasta steininn sem til er hverju sinni þá sérveljum hverja steintegund. Við höfum fjárfest í nýjustu tækni til vinnslu á steini og fylgjumst grannt með því nýjasta í steiniðnaðinum.

Fígaro náttúrusteinn

Til að tryggja að við fáum ávallt til okkar fallegasta steininn sem til er hverju sinni þá sérveljum hverja steintegund. Við höfum fjárfest í nýjustu tækni til vinnslu á steini og fylgjumst grannt með því nýjasta í steiniðnaðinum.

Sýningarsalur fígaró

Sýningarsalur Fígaró náttúrusteins er glæsilegur og rúmgóður en fyrst og fremst notalegur. Val á steini fyrir heimilið verður að upplifun þar sem litaflóra náttúrunnar mætir viðskiptavinum.

Sýningarsalur Fígaró náttúrusteins er glæsilegur og rúmgóður en fyrst og fremst notalegur. Val á steini fyrir heimilið verður að upplifun þar sem litaflóra náttúrunnar mætir viðskiptavinum.

Sýningarsalur fígaró

Það á að vera upplifun að búa sér heimili

Þegar hönnun rýmisins liggur fyrir er næsta skref að kíkja í heimsókn til okkar. Gefðu þessu ferli góðan tíma og við förum yfir eðli steintegundanna og litaúrvalið saman. Ef þú vilt undirbúa þig fyrir heimsóknina getur þú skoðað steintegundirnar hér.

Það á að vera upplifun að búa sér heimili

Þegar hönnun rýmisins liggur fyrir er næsta skref að kíkja í heimsókn til okkar. Gefðu þessu ferli góðan tíma og við förum yfir eðli steintegundanna og litaúrvalið saman. Ef þú vilt undirbúa þig fyrir heimsóknina getur þú skoðað steintegundirnar hér.

Störf hjá
Fígaró náttúrusteinn

Við tökum allaf vel á móti umsóknum um störf hjá okkur. Hér er enginn dagur eins enda verkefnin fjölbreytt og krefjast lausnamiðaðrar hugsunar. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur er þér velkomið að senda okkur upplýsingar um þig ásamt ferilskrá.

Við leggjum mikið upp úr góðum starfsanda og að hver starfsmaður fái að nýta hæfileika sína sem best.

Störf hjá
Fígaró náttúrusteinn

Við tökum allaf vel á móti umsóknum um störf hjá okkur. Hér er enginn dagur eins enda verkefnin fjölbreytt og krefjast lausnamiðaðrar hugsunar. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur er þér velkomið að senda okkur upplýsingar um þig ásamt ferilskrá.

Við viljum heyra frá þér

Við leggjum mikið upp úr góðum starfsanda og að hver starfsmaður fái að nýta hæfileika sína sem best.

Marmari