Við erum með 8 gerðir af kvartsstein á útsölu í febrúar og mars, eða þar til birgðir klárast.
Steintegundirnar eru á 50 -70% afslætti. Afar takmarkað upplag er til, fyrstur kemur, fyrstur fær!
Kvarts steinn er manngerður steinn þar sem uppistaðan er kvarts. Út í kvarts mulning er blandað bindi- og litarefni og búnar til plötur undir gríðarmiklum þrýstingi og er niðurstaðan er afar slitsterkt og þolið efni. Hann hefur verið vinsæll á íslenskum heimilum í áraraðir, jafnt í eldhús sem baðherbergi.
Steintegundin er vinsæll ódýr valkostur fyrir borðplötur og því þykir okkur mikilvægt að hafa úrvalið gott. Allar tegundirnar eru til sýnis í verslun okkar. Allur okkar steinn hefur verið samþykktur fyrir svansvottaðar byggingar.