Limestone, sem kallast á íslensku kalksteinn, er aðallega samsettur úr steindunum kalsít og aragonít. Steintegundin er setberg og er samsettur að mestu úr kóröllum, kalkþörungum og steingervingum skeldýra og sjávardýra. Því getur mótað fyrir einstökum steingervingum í sumum tegundum limestone. Steinninn er mjúkur og hlýr og hefur verið vinsæll á gólf og í veggklæðningar.
Limestone eigum við bæði á lager en einnig getum við sérpantað hann beint frá birgja. Hægt er að fá allar steintegundir í heilum flekum og flísum. Stærðir flísa er hægt að skera eftir þörfum kaupenda. Allur okkar steinn hentar í svansvottaðar byggingar.
Tímalaus fegurð, glæsileiki og litir sem spanna nánast alla litaflóruna. Marmari er mjúkur og hlýr og hægt er að hafa hann bæði háglans og mattslípaðan. Ákjósanlegast er að hafa matta áferð á álagsflötum, til dæmis á eldhúsborðplötum, svo að auðvelt sé að viðhalda fegurð steinsins með réttum vörnum og hreinsiefnum. Litaflóra marmarans er ævintýraleg og því engin furða að hann hafi notið vinsælda í aldanna rás.
Við höldum mikið upp á marmara og eigum ávallt gott úrval af litaafbrigðum hans á lager. Við leggjum mikla áherslu á að flekana okkar sé hægt að skoða í góðu næði við bestu mögulegu aðstæður. Þess vegna er úrvalið hýst í sýningarsal þar sem hægt er að skoða steininn í góðri birtu í skjóli frá öllum veðrum. Allur okkar steinn hefur verið samþykktur fyrir svansvottaðar byggingar.